Sjómannastarfið mikið breytt

00:00
00:00

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra býst ekki við fögnuði sjó­manna­stétt­ar­inn­ar vegna þeirr­ar ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­inn­ar að af­nema sjó­manna­afslátt á næstu fjór­um árum. Hann seg­ir hins veg­ar allt aðrar aðstæður nú í þjóðfé­lag­inu en áður þegar slíkt hef­ur komið til tals.

Sam­kvæmt nýju skattafrum­varpi fjár­málaráðherra verður sjó­manna­afslátt­ur­inn lagður af í þrep­um á næstu fjór­um árum. Öll áform um slíkt hafa ætíð mætt mik­illi and­stöðu sjó­manna­stétt­ar­inn­ar og á Stein­grím­ur ekki von á því að það verði öðru­vísi nú.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert