Sjómannastarfið mikið breytt

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra býst ekki við fögnuði sjómannastéttarinnar vegna þeirrar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar að afnema sjómannaafslátt á næstu fjórum árum. Hann segir hins vegar allt aðrar aðstæður nú í þjóðfélaginu en áður þegar slíkt hefur komið til tals.

Samkvæmt nýju skattafrumvarpi fjármálaráðherra verður sjómannaafslátturinn lagður af í þrepum á næstu fjórum árum. Öll áform um slíkt hafa ætíð mætt mikilli andstöðu sjómannastéttarinnar og á Steingrímur ekki von á því að það verði öðruvísi nú.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert