Skoskir sjómenn fá bætur fyrir þorskastríð

Myndin var tekin 1. septem 1959 þegar eitt ár var …
Myndin var tekin 1. septem 1959 þegar eitt ár var liðið frá því að reglugerðin um 12 mílna fiskveiðilandhelgi gekk í gildi. Á myndinni sjást bresk freigáta og varðskipið María Júlía. mbl.is/Ólafur K. Magnússon

Sjómenn frá Aberdeen í Skotlandi eru meðal þeirra sem munu fá greiddar bætur vegna tapaðra starfa eftir þorskastríðin á milli Bretlands og Íslands fyrir 30 árum. Allt að 1.000 sjómenn sem áður stunduðu veiðar í íslenskri  lögsögu munu fá greiddar bætur.

Bæturnar nema allt frá 5 milljónum og upp í 10 milljónir punda á mann. Viðskiptaráðherra Bretlands, Mandelson lávarður, sagðist í dag ætla að fara til fundar við sjómenn í Aberdeen sem verða þeir fyrstu til að fá bæturnar greiddar.

„Þessir menn töpuðu lífsviðurværi sínu vegna aðstæðna sem þeir réðu ekkert við og þeir eiga skilið réttláta meðferð. Nýja áætlunin er mun drengilegri en áður og þýðir að sá hópur togarasjómann, um einn af hverjum sex, sem fékk áður greiddar ósanngjarnar bætur, mun nú fá viðbótargreiðslur."

Fyrrum sjómenn frá Aberdeen, Hull, Grimsby og Fleetwood munu njóta góðs af bótunum. Frá þessu er sagt á vef skoska fjölmiðilsins STV.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert