Tekið tillit til tekna maka í hátekjuskatti

Samkvæmt frumvarpi um tekjuöflun ríkisins, sem lagt var fram á Alþingi seint í gærkvöldi, verður tekið upp þriggja þrepa skattkerfi þar sem hæsta þrepið, 33% tekjuskattur, leggst á árstekjur yfir 7,8 milljónir króna, það er 650 þúsund á mánuði. Tekið er tillit til þess ef tekjur maka eru undir þessum mörkum.

Samkvæmt frumvarpinu verður 24,1% tekjuskattur reiknaður af  2,4 milljóna króna árstekjum, það er 200 þúsund krónum á mánuði og 27% skattur af næstu 5,4 milljónum, það er tekjum á bilinu 200 til 650 þúsund króna á mánuði. 

Í frumvarpinu er síðan eftirfarandi ákvæði: Sé tekjuskattsstofn annars samskattaðs aðila hærri en 7.800.000 kr. skal það sem umfram er skattlagt með 27% skatthlutfalli allt að helmingi þeirrar fjárhæðar sem tekjuskattsstofn þess tekjulægri er undir 7.800.000 kr., þó reiknast 27% skatthlutfall aldrei af hærri fjárhæð en 2.700.000 kr. við þessar aðstæður.

Þettai þýðir, að sé annað hjóna eða sambýlisfólks með árstekjur yfir 7,8 milljónum þá það nýtt helming af því sem hitt hjónanna er undir þeim tekjum. 

Gefin eru nokkur dæmi í frumvarpinu, þar á meðal þessi:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert