Þinginu haldið í gíslingu málþófs

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Heiðar

Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði á Alþingi í dag, að þing­inu væri haldið í gísl­ingu málþófs stjórn­ar­and­stöðunn­ar dög­um sam­an í Ices­a­ve-mál­inu. Harðar deil­ur hafa verið á þing­inu í morg­un um fund­ar­stjórn for­seta.

„Málþófið sem minni­hluti þing­heims beit­ir hér er bara hrein og klár kúg­un og skrum­skæl­ing á þing­ræðinu og lýðræðinu," sagði Ólína. „Það er meiri­hluti þing­heims og vilji hans sem hlýt­ur að stjórna störf­um þings­ins."

Tryggvi Þór Her­berts­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, mót­mælti þeirri túlk­un stjórn­ar­liða að stjórn­ar­andstaðan stundaði málþóf.  Hann sagðist telja sig hafa fjallað mál­efna­lega um Ices­a­ve-frum­varpið og komið með nýj­ar upp­lýs­ing­ar um það eins og fleiri hefðu gert.  

Allt stefn­ir í að önn­ur umræða um Ices­a­ve-frum­varp rík­is­stjórn­ar­inn­ar verði löng. Þegar umræðunni var frestað í nótt voru 17 þing­menn á mæl­enda­skrá. Þing­flokks­for­menn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna lögðu í gær­kvöldi til að umræðu um Ices­a­ve-málið yrði frestað og þess í stað færi fram 1. umræða um skatta­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar svo hægt væri að koma þeim til nefnd­ar. Til­laga þessa efn­is var felld.

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, sagði að málþóf væri tví­eggjað sverð. Menn mættu tala eins og þeir vildu en það væri stund­um hættu­legt, og nú væri Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, sem hefðu leitt Fram­sókn­ar­flokk­inn inn í málþóf í Ices­a­ve-mál­inu, væri far­inn að ótt­ast um sína stöðu. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn væri far­inn að skynja, að hann hefði eng­an stuðning úti í sam­fé­lag­inu til að halda brýn­ustu fjár­laga­mál­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar í gísl­ingu.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert