Vann bronsverðlaun fyrir námsefni

Salvör Gissurardóttir.
Salvör Gissurardóttir.

Íslenskt vefnámsefni Salvarar Gissurardóttur um hvernig megi nota ýmis stafræn verkfæri til sögugerðar  með börnum og til að búa til myndbönd úr stökum myndum vann bronsverðlaun í Elearning Awards 2009. Verðlaunaafhending fór fram 26. nóvember  í þinghúsinu í Vilníus í Litháen.

Tíu verkefni af þeim um 700 sem skráð voru í keppnina hlutu verðlaun. Íslenska verkefnið  var verðlaunað  nefnist á ensku  „Digital Storytelling - Stop Motion Animation“. Námsefni er samið af Salvöru Gissurardóttur lektor við menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Salvör samdi þetta námsefni fyrir kennaranema á námskeiði í nýmiðlun, myndgerð og ritun. Námsefnið getur nýst öllum sem áhuga hafa á að segja sögur á myndrænan hátt með aðstoð stafrænna verkfæra og miðla myndböndum.

Námsefnið er safn af upptökum sem gerðar eru í íslenskum hugbúnaði Nepal Emission sem margir kennarar nota núna með góðum árangri. Námsefnið kynnir mismunandi gerðir af „Stop Motion Animation“ og grunnatriði í gerð slíkra mynda og nokkur ókeypis og ódýr verkfæri til að gera slíkar myndir. Einnig ýmis web 2.0 verkfæri til að sýsla með. breyta og deila myndböndum og myndum.

Sú tegund af myndbandagerð fyrir börn og unglinga sem þetta vefnámsefni fjallar um er ódýr og þarf ekki annan búnað en litla vefmyndavél, tölvu og svo ókeypis forrit og ókeypis hljóðskrár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert