Enn er rætt um Icesave

Margrét Tryggvadóttir og fleiri þingmenn á Alþingi.
Margrét Tryggvadóttir og fleiri þingmenn á Alþingi. mbl.is/Heiðar

Þingfundur er í fullum gangi á Alþingi en hann hófst kl. 10.30 í morgun. Þó svo fleiri mál séu á dagskrá er frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga mál málanna. Tólf þingmenn stjórnarandstöðunnar eru á mælendaskrá, enginn stjórnarliða.

Síðasti ræðumaður; þingmaður Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, las fyrir stundu upp stöðuuppfærslu þingmanns annars stjórnarflokksins á samskiptavefnum Facebook. Sagði Margrét að þingmaðurinn hefði ritað að honum liði illa, enda styddi hann ríkisstjórnina en ekki Icesave. Liði þingmanninum sem hann væri fastur í vítahring.

Óvíst er hvenær þingfundi lýkur í kvöld, en kvöldmatarhlé verður frá 19 til 19.30.

Bein útsending frá Alþingi

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert