Fjölmenni á uppboði tollstjóra

Uppboð tollstjóra er vel sótt
Uppboð tollstjóra er vel sótt Mbl.is / Golli

Mikill fjöldi fólks er nú mættur á uppboð Tollstjórans í Reykjavík á lausafjármunum sem hófst klukkan 12 á hádegi. Þar eru boðnar upp ótollafgreiddar vörur sem aflutningsgjöld eru fallin í gjalddaga.

Eftir ýmsu er að slægjast og meðal þess sem boðið er upp í dag eru bílar, útilegubúnaður, veiðigræjur, skór, marmari, prófílar, boltar, efnavörur, gler, innréttingar, húsbúnaður, dekk, kerrur, skrúfur, málningarsprey, myndarammar, timbur, varahlutir í hjólhýsi og bíla, hurðar og margt fleira.

Hæstbjóðandi verður að greiða vöruna við hamarshögg, en hvorki ávísanir né kreditkort eru tekin gild sem greiðsla, aðeins debetkort og reiðufé. Uppboðið fer fram í Vörumiðstöð Samskipa, Kjalarvogi 7-15.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka