Foreldrar fresta einum mánuði

Stjórnvöld hafa breytt áformum sínum um að skerða fæðingarorlof.
Stjórnvöld hafa breytt áformum sínum um að skerða fæðingarorlof. Kristinn Ingvarsson

Áform um að skerða fæðing­ar­or­lof for­eldra hafa verið lagðar til hliðar, en í staðinn verður for­eldr­um gert að fresta töku eins mánaðar af fæðing­ar­or­lofi í allt að 36 mánuði. Slík frest­un hef­ur í för með sér sparnað vegna úr­gjalda næsta árs.

Sig­ríður Ingi­björg Inga­dótt­ir, formaður fé­lags- og trygg­inga­mála­nefnd Alþing­is, seg­ir að frum­varp um breyt­ing­ar á lög­um um fæðing­ar­or­lof verði lagt fram á Alþingi eft­ir helg­ina. Hún seg­ir að sú breyt­ing hafi verið gerð á frum­varp­inu að í stað þess að skerða há­marks fæðing­ar­or­lof og færa greiðslur úr 80% af laun­um niður í 75%, sé nú gert ráð fyr­ir að for­eldr­ar fresti ein­um mánuði af níu mánaða fæðing­ar­or­lofi í allt að 36 mánuði. Sam­kvæmt gild­andi regl­um þurfa for­eldr­ar að taka fæðing­ar­or­lofið út á fyrstu 18 mánuðum eft­ir að barn fæðist. Þessi eini mánuður verður tek­inn af þeim þrem­ur mánuðum sem for­eldr­ar eiga sam­eig­in­lega.

Sig­ríður Ingi­björg sagði ekki æski­legt að gera breyt­ing­ar á regl­um um fæðing­ar­or­lof, en fjár­hag­ur rík­is­sjóðs væri hins veg­ar með þeim hætti að menn yrðu að gera fleira en gott þætti.

Rétt­indi í fæðing­ar­or­lofi hafa verið skert­ar tví­veg­is á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert