Fjölmiðlar á Kanaríeyjum hafa sýnt 100 manna hópi Íslendinga, sem er þar í boði ferðamálayfirvalda á Kanarí, mikinn áhuga. Fjallað hefur verið um ferðina í fjölmiðlum bæði á Kanarí og einnig á meginlandi Spánar. Eitt útbreiddasta blaðið á Tenerife birti mynd af hluta hópsins á forsíðu.
Hópurinn hefur notið ferðarinnar. Honum er skipt upp í fjóra hópa. Einn er í slökun, annar í fjallaferðum, þriðji í vatnaíþróttum og sá þriðji er í fjölskylduferðum.
Hópurinn hélt út til Kanarí sl. miðvikudag, en ferðin stendur í eina viku. Í október sótti álíka stór hópur hópur eyjaskeggja Ísland heim í þeim tilgangi að kynna eyjarnar og bjóða Íslendingunum út. Haldnar voru áheyrnaprufur þar sem Íslendingum gafst kostur á að sýna listir sínar og gátu þar með unnið vikuferð til Kanaríeyja. Boðsferðirnar eru liður í kynningarátaki Ferðamálaráðs Kanaríeyja.