Kennarasambandið lækkar félagsgjöld

Lægra félagsgjald þýðir að meira situr eftir í launaumslagi kennara.
Lægra félagsgjald þýðir að meira situr eftir í launaumslagi kennara. Kristján Kristjánsson

Stjórn Kennarasambands Íslands hefur ákveðið að lækka félagsgjald úr 1,55% af launum niður í 1% af grunnlaunum. Ákvörðunin tekur gildi um áramót og gildir fram að næsta þingi KÍ sem haldið verður í apríl 2011.

"Þessi ákvörðun er tekin á grundvelli endurskoðaðrar fjárhagsáætlunar þar sem lagt var upp með að gæta ýtrasta aðhalds í rekstri. Fjárhagsleg staða félags- og vinnudeilusjóðs KÍ er sterk þar sem rekstur Kennarasambandsins hefur verið með þeim hætti að hægt hefur verið að leggja fyrir fjármuni til að eiga fyrir óvæntum útgjöldum," segir í rökstuðningi fyrir þessari ákvörðun.

Kennarasambandið hefur verið með hærra félagsgjald en flest önnur stéttarfélög á landinu. Félagsgjaldið er t.d. 0,7% hjá tveimur stærstu verkalýðsfélögum landsins, VR og Eflingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert