Kristján sprengdi í göngunum

Boðið var upp á kransaköku í veislunni í Bolungarvík í …
Boðið var upp á kransaköku í veislunni í Bolungarvík í dag. Halldór Sveinbjörnsson

Kristján Möller sam­gönguráðherra sprengdi í dag síðustu spreng­ing­una í Bol­ung­ar­vík­ur­göng­um. Hald­in var hátíð í Bol­ung­ar­vík í dag að þessu til­efni. Boðið var upp á kran­sa­köku sem var yfir 5 metra löng.

Vinna við göng­in er held­ur á eft­ir áætl­un. Ástæðan er sú að bergið var tals­vert laust í sér á köfl­um. Upp­haf­lega var áformað að opna göng­in 15. júlí, en nú er ljóst að það mun ekki tak­ast. Kristján Möller sagði í ávarpi við hátíðar­höld­in, að það væri gam­an ef hægt yrði að opna göng­in 26. ág­úst í sum­ar, en þá verða 60 ár liðin frá því að veg­ur um Óshlíð var form­lega tek­inn í notk­un.

Á morg­un, sunnu­dag, verður gest­um og heima­mönn­um boðið að aka í gegn­um göng­in í rút­um. Þeim verður jafn­framt kynnt hvernig verkið hef­ur gengið og hvaða vinna er eft­ir. Eft­ir er að klára styrk­ing­ar á berg­inu, setja upp vatns­klæðning­ar, ganga frá lögn­um, lýsa göng­in, setja upp ör­ygg­is­út­búnað og klára vega­gerð.

Fyr­ir­tækið Raf­skaut ehf. á Ísaf­irði er byrjað á raf­magns­vinnu í göng­un­um en sú vinna mun standa fram á sum­ar. Ósafl ehf. mun sjá um alla vinnu við klæðning­ar og frá­veitu­lagn­ir.

Göng­in sjálf eru 5.156 kíló­metr­ar, en til viðbót­ar þarf að leggja um 3,7 km af veg­um að göng­un­um. Kostnaður við göng­in er áætlaður um 5 millj­arðar króna.

Margir voru viðstaddir þegar áfanganum var fagnað í göngunum.
Marg­ir voru viðstadd­ir þegar áfang­an­um var fagnað í göng­un­um.
Kristján Möller samgönguráðherra ýtti á hnappinn.
Kristján Möller sam­gönguráðherra ýtti á hnapp­inn.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert