Framkvæmdastjórn Frjálslynda flokksins harmar yfirlýsingu í nafni Reykjavíkurfélaga flokksins sem var út í dag og varða hugsanlegan
fjárdrátt Ólafs F. Magnússonar.
"Framkvæmdastjórn hefur óljósar fréttir af því hvort þessi fundur sem sagður er í nafni Reykjavíkurfélaga flokksins hafi yfir höfuð verið löglegur. Framkvæmdastjórn spyr hvernig standi á því að ályktun skuli gerð í nafni Frjálslynda flokksins í Reykjavík um borgarfulltrúa sem er ekki einu sinni í flokknum og hefur lýst vantrausti á Frjálslynda flokkinn.
Hvað sem því líður þá hefur framkvæmdastjórn ákveðið að gera opinbert að stjórnin hefur skilað inn ítarlegri greinargerð til borgarstjóra Reykjavíkur, vegna annarsvegar ásökunar um að Ólafur F. Magnússon hafi slegið eign sinni á fjárstyrk borgarinnar til handa Frjálslynda flokknum og hinsvegar að borgin neitar alfarið að greiða styrkinn áfram til Frjálslynda flokksins eins og lög kveða á um. Greinargerðin mun verða birt opinberlega eftir hádegi þann 1. des. eftir að sá frestur sem flokkurinn gaf borgarstjóra til að kynna sér hana er útrunninn."