Ráðherra segist ekki hafa beitt sér

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á Alþingi.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra á Alþingi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segist ekki hafa beitt sér fyrir því að afgreiðslu mála Haga og 1998 yrði frestað af hálfu Arion banka og hefur engin önnur afskipti haft af þessu máli. Hann segir fréttir Viðskiptablaðsins og Morgunblaðsins um málið tilhæfulausar með öllu.

Yfirlýsingin í heild sinni:

„Vegna frétta sem birst hafa í Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu í dag og í gær um afskipti undirritaðs af málefnum Haga og 1998 og afgreiðslu Arion banka á þeim skal tekið fram að þessar fréttir eru tilhæfulausar með öllu. Efnahags- og viðskiptaráðuneytið beitti sér ekki fyrir því að afgreiðslu mála Haga og 1998 yrði frestað af hálfu Arion banka og hefur engin önnur afskipti haft af þessu máli.

Virðingarfyllst,
Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert