Segja gagnrýni Gunnars Hrafns ósanngjarna

Félag um foreldrajafnrétti
Félag um foreldrajafnrétti

Félag um foreldrajafnrétti hefur sent bréf til dómsmálaráðherra þar sem  alvarlegar athugasemdir eru gerðar við framgöngu Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings að undanförnu í ræðu og riti. Lúðvík Börkur Jónsson, formaður félagsins, segir Gunnar ráðast á félagið og gagnrýna það langt út fyrir málefnið í nýrri grein í riti Lögfræðingafélagsins.

„Þannig lætur hann m.a. að því liggja að enginn rökstuðningur sé fyrir þeirri fullyrðingu félagsins að réttarstaða þeirra foreldra sem ekki verða lögheimilisforeldrar að skilnaði loknum, sé slakari hér á landi en annarsstaðar,” segir Lúðvík í bréfinu. Ómálefnaleg og ósanngjörn gagnrýni hans hafi líka komið fram í öðrum fjölmiðlum.

Lúðvík segir málflutning Gunnars Hrafns öfgafullar og skoðanir hans um umgengnismál einangraðar. Lúðvík óskar eftir því að Dómsmálaráðuneytið kanni hjá sýslumannsembættum landsins hvort Gunnar Hrafn eigi sem starfsmaður þeirra að koma að tálmunarmálum sem líkjast máli Soffíu Hansen og hvort hann njóti trausts til þeirra starfa í ljósi afstöðu hans til málaflokksins og framgöngu hans gagnvart Félagi um Foreldrajafnrétti.

„Félagið mun í framhaldi af svari dómsmálaráðherra meta það hvort beina skuli þeim ráðleggingum til skráðra velunnara félagsins – sem nú telja rúmlega 7000 manns – að forðast íhlutun Gunnars Hrafns í erfiðum umgengnismálum.”

Grein Lúðvíks má lesa í heild sinni á heimasíðu Félags um foreldrajafnrétti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert