Óskað hefur verið eftir því að fundargerðir funda sem ráðherrar hafa átt með erlendum ráðamönnum vegna Icesave-málsins verði birtar. Það er Ragnheiður E. Árnadóttir alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur lagt fram fyrirspurnir um málið á Alþingi.
Ragnheiður spyr hvor fyrir liggi fundargerðir af 20–60 mínútna löngum fundum ráðherra við þrjá þjóðhöfðingja og 12–14 utanríkisráðherra Evrópusambandsríkja á tímabilinu frá miðjum september til 22. október sl., og ef svo er, hvort til standi að birta þær?
Eins spyr Ragnheiður hvor fyrir liggi fundargerð af fundi utanríkisráðherra með framkvæmdastjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, 22. september sl.
Þá spyr Ragnheiður hvort til séu fleiri fundargerðir eða frásagnir af fundum samninganefnda Íslands með breskum
og hollenskum viðsemjendum um Icesave frá því eftir að Alþingi samþykkti lög um
ríkisábyrgð 28. ágúst sl. en sú sem þegar hefur verið gerð opinber.