Spyr um Icesave-fundargerðir

Ragnheiður Árnadóttir alþingismaður situr fyrir framan Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Árnadóttir alþingismaður situr fyrir framan Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins. Heiðar Kristjánsson

Óskað hef­ur verið eft­ir því að fund­ar­gerðir funda sem ráðherr­ar hafa átt með er­lend­um ráðamönn­um vegna Ices­a­ve-máls­ins verði birt­ar. Það er Ragn­heiður E. Árna­dótt­ir alþing­ismaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sem hef­ur lagt fram fyr­ir­spurn­ir um málið á Alþingi.

Ragn­heiður spyr hvor fyr­ir liggi fund­ar­gerðir af 20–60 mín­útna löng­um fund­um ráðherra við þrjá þjóðhöfðingja og 12–14 ut­an­rík­is­ráðherra Evr­ópu­sam­bands­ríkja á tíma­bil­inu frá miðjum sept­em­ber til 22. októ­ber sl., og ef svo er, hvort til standi að birta þær?

Eins spyr Ragn­heiður hvor fyr­ir liggi fund­ar­gerð af fundi ut­an­rík­is­ráðherra með fram­kvæmda­stjóra Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins, Dom­in­ique Strauss-Kahn, 22. sept­em­ber sl.

Þá spyr Ragn­heiður hvort til séu fleiri fund­ar­gerðir eða frá­sagn­ir af fund­um samn­inga­nefnda Íslands með bresk­um og hol­lensk­um viðsemj­end­um um Ices­a­ve frá því eft­ir að Alþingi samþykkti lög um rík­is­ábyrgð 28. ág­úst sl. en sú sem þegar hef­ur verið gerð op­in­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert