Þaulvanir þjófar á ferð í Borgarnesi

Lögreglan.
Lögreglan.

Inn­brot var framið í tölvu­versl­un í Borg­ar­nesi seint í gær­kvöldi. Þjóf­arn­ir komust und­an með stórt sjón­varp, þrjár far­tölv­ur og mynda­vél. Þýfið er metið á mörg hundruð þúsund krón­ur. Lög­regla seg­ir þjóf­anna hafa gengið að verk­inu líkt og at­vinnu­menn.

Varðstjóri hjá lög­regl­unni í Borg­ar­nesi seg­ir auðséð að þjóf­arn­ir hafi verið þaul­van­ir. Þeir hafi á aðeins nokkr­um mín­út­um gripið mun­ina og verið á bak og burt. Litl­ar sem eng­ar vís­bend­ing­ar eru um hverj­ir voru að verki. Lög­regla kann­ar nú upp­tök­ur úr ör­ygg­is­mynda­vél­um en óvíst er að þær hjálpi til við rann­sókn­ina.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert