Yfir tíu þúsund einstaklingar hafa skrifað undir áskorun InDefence-hópsins á forseta Íslands þess efnis að þjóðin fái að kjósa um hvort frumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga verði að lögum. Hægt verður að skrifa undir þar til Alþingi hefur lokið meðferð sinni á málinu.
Áskorunin er svohljóðandi:
„Ég skora á forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson, að synja nýjum Icesave lögum staðfestingar. Ég tel að það sé sanngjörn krafa að sú efnahagslega byrði sem ríkisábyrgðin leggur á íslenskan almenning og framtíðarkynslóðir þessa lands, verði borin undir íslensku þjóðina í þjóðaratkvæðisgreiðslu.“