Þingfundi á Alþingi var frestað á níunda tímanum í gærkvöldi. Enn hefur ekki tekist að ljúka annarri umræðu um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga og verða sex þingmenn á mælendaskrá þegar fundur verður settur kl. 10.30 í dag.
Oft á tíðum í gær var fundarstjórn forseta til umræðu. Meðal annars sökuðu stjórnarliðar þingmenn stjórnarandstöðunnar um að beita málþófi og halda þannig þinginu í gíslingu. Á meðan komast ekki önnur mál til umræðu, m.a. áform ríkisstjórnarinnar í skattamálum, fjárlög og frumvarp til fjáraukalaga.
Útlit er þó fyrir að Icesave-umræðan klárist í dag.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.