Vel mætt á útifund

Allt að eitt þúsund manns komu saman á Austurvelli í …
Allt að eitt þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag. Fólk var hvatt til að taka þátt í greiðsluverkfalli. mbl.is/Golli

Nokk­ur hundruð manns mættu til úti­fund­ar Hags­muna­sam­taka heim­il­anna og Nýs Íslands á Aust­ur­velli í dag. Góður róm­ur var gerður að ræðumönn­um sem hvöttu m.a. til áfram­hald­andi greiðslu­verk­falls.

Ræðumenn voru Ólaf­ur Garðars­son vara­formaður HH, Björn Þorri Vikt­ors­son og Lúðvík Lúðvíks­son frá Nýju Íslandi. Kröf­urn­ar voru skýr­ar; eng­ar af­skrift­ir en rétt­lát­ar leiðrétt­ing­ar, að lán verði leiðrétt og yf­ir­færð í ís­lensk­ar krón­ur, af­nám verðtrygg­ing­ar og að lög verði sett um að ekki verði gengið lengra í inn­heimtu veðlána en að leysa til sín veðsetta eign.

Að sögn lög­reglu höfuðborg­ar­svæðis­ins fóru mót­mæl­in afar friðsam­lega fram. Raun­ar var varðstjóri ekki al­veg með á hreinu hverj­ir væru að mót­mæla og sagði það hafa verið InD­efence-hóp­inn.

Hags­muna­sam­tök heim­il­anna stefna að fleiri úti­fund­um á laug­ar­dög­um í des­em­ber.

Góður rómur var gerður að ræðumönnum.
Góður róm­ur var gerður að ræðumönn­um. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert