Vel mætt á útifund

Allt að eitt þúsund manns komu saman á Austurvelli í …
Allt að eitt þúsund manns komu saman á Austurvelli í dag. Fólk var hvatt til að taka þátt í greiðsluverkfalli. mbl.is/Golli

Nokkur hundruð manns mættu til útifundar Hagsmunasamtaka heimilanna og Nýs Íslands á Austurvelli í dag. Góður rómur var gerður að ræðumönnum sem hvöttu m.a. til áframhaldandi greiðsluverkfalls.

Ræðumenn voru Ólafur Garðarsson varaformaður HH, Björn Þorri Viktorsson og Lúðvík Lúðvíksson frá Nýju Íslandi. Kröfurnar voru skýrar; engar afskriftir en réttlátar leiðréttingar, að lán verði leiðrétt og yfirfærð í íslenskar krónur, afnám verðtryggingar og að lög verði sett um að ekki verði gengið lengra í innheimtu veðlána en að leysa til sín veðsetta eign.

Að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins fóru mótmælin afar friðsamlega fram. Raunar var varðstjóri ekki alveg með á hreinu hverjir væru að mótmæla og sagði það hafa verið InDefence-hópinn.

Hagsmunasamtök heimilanna stefna að fleiri útifundum á laugardögum í desember.

Góður rómur var gerður að ræðumönnum.
Góður rómur var gerður að ræðumönnum. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert