Vill ná tveimur mönnum

Kjörfundur framsóknarmanna í Reykjavík stendur fram eftir degi.
Kjörfundur framsóknarmanna í Reykjavík stendur fram eftir degi. mbl/Golli

Ein­ar Skúla­son seg­ist stefna að því að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fái tvo menn kjörna í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, en flokk­ur­inn fékk einn kjör­inn í síðustu kosn­ing­um. Óskar Bergs­son borg­ar­full­trúi, sem tapaði fyr­ir Ein­ari í kosn­ing­um um fyrsta sætið, ætl­ar ekki að taka sæti á list­an­um, en seg­ist styðja nýja for­ystu.

Ein­ar fékk 62% at­kvæða í kosn­ingu fram­sókn­ar­manna um fyrsta sætið. Óskar fékk 38%.

Ein­ar sagði í sam­tali við mbl.is að það hefðu orðið mikl­ar breyt­ing­ar hjá Fram­sókn­ar­flokkn­um í upp­hafi þessa árs þegar flokk­ur­inn hélt flokksþing og áhrif­in af því birt­ist í niður­stöðu kosn­inga um for­yst­u­sætið í Reykja­vík. "Menn fóru í sókn í lands­mál­um og menn telja greini­lega að það sé þörf á því að sækja fram í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur með sama hætti."

"Það er von­brigði að bíða ósig­ur, en þetta er niðurstaðan og ég virði hana," sagði Óskar Bergs­son þegar hann var spurður um niður­stöðu kosn­ing­anna. Hann sagði að Ein­ar væri með gott fólk með sér. "Ég held að það sé mik­il­vægt að það skap­ist sátt um list­ann og ég mun leggja mitt af mörk­um til þess að það tak­ist. "

Niður­stöður liggja fyr­ir í kosn­ingu um 2. sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins í Reykja­vík til borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna. Guðrún Valdi­mars­dótt­ir hlaut flest at­kvæði eða 46%, Sal­vör Giss­ur­ar­dótt­ir 14% og Val­gerður Sveins­dótt­ir 39% at­kvæða.

Þar sem eng­inn fram­bjóðenda fékk yfir 50% at­kvæða þarf að fara fram önn­ur um­ferð milli tveggja efstu fram­bjóðenda, þeirra Guðrún­ar Valdi­mars­dótt­ur og Val­gerðar Sveins­dótt­ur.

Guðlaug­ur G. Sverris­son, stjórn­ar­formaður Orku­veitu Reykja­vík­ur og stuðnings­maður Óskars, til­kynnti þegar úr­slit lágu fyr­ir, að hann dragi fram­boð sitt í 3. sæti til baka.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert