Auka úrræði fyrir ungt fólk

Árni Páll segir mikilvægt að auka atvinnu- og menntunarúrræði fyrir …
Árni Páll segir mikilvægt að auka atvinnu- og menntunarúrræði fyrir ungt fólk. mbl.is

„Við vilj­um að kerfið sé þannig skipu­lagt að það hvet­ur fólk áfram, án þess að þurfa að skerða bæt­ur sem fólk hef­ur lifi­brauð af í dag,“ seg­ir Árni Páll Árna­son fé­lags­málaráðherra um fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á at­vinnu­leys­is­bóta­kerf­inu sem sagt var frá á mbl.is fyrr í dag.

Árni Páll seg­ir að eft­ir að búið sé að taka til­lit til hagræðing­ar­kröfu vegna mála­flokks­ins sé gert ráð fyr­ir að um­rædd­ar breyt­ing­ar þýði að um 800 millj­ón­ir verða af­gangs, sem nota á al­farið til að efla úrræði fyr­ir ungt at­vinnu­laust fólk.

Fjölsmiðjan stækkuð og stutt við starfsþjálf­un

„Þetta þýðir að við get­um farið af stað með mjög fjölþætt starf fyr­ir þenn­an hóp. Við get­um samið við ýmsa aðila sem bjóða upp á náms- og at­vinnu­úr­ræði fyr­ir ungt fólk og auk þess ráðið fleira fólk til starfa til að styðja við slík verk­efni,“ seg­ir Árni Páll.

Meðal úrræða sem um ræðir er að Fjölsmiðjan verður stækkuð og stutt við starfsþjálf­un fyr­ir ungt fólk hjá fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um. Stefnt er að því að nota millj­ón­irn­ar átta­hundruð á fyrri hluta næsta árs, en end­ur­skoða svo þörf­ina með vor­inu.

Eins og sagt var frá á mbl.is fyrr í dag stend­ur meðal ann­ars til að breyta rétti þeirra til bóta sem eru með sjálf­stæðan rekst­ur, og eins breyta rétti skóla­fólks til bóta á meðan námi stend­ur. Þá verða viður­lög við því að synja úrræðum hert, og end­ur­kröf­ur vegna of­greiddra bóta gerðar ein­fald­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka