Eldur kom upp í vinnubúðum við Grundartanga laust fyrir klukkan sjö í kvöld. Lögreglan í Borgarnesi og slökkviliðið á Akranesi fóru á staðinn og voru búðirnar þá alelda. Vinnubúðirnar voru settar upp fyrir starfsmenn Líflands sem byggir á svæðinu en þær voru mannlausar þar sem starfsmenn eru í helgarfríi.
Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi var eldurinn mikill og eru skemmdirnar töluverðar. Vel gekk eftir sem áður að slökkva eldinn og er slökkvilið nýfarið af svæðinu. Eldsupptök eru enn til rannsóknar.