Halda minningartónleika um sparisjóðinn

Tónleikarnir verða í Reykholti 11. desember.
Tónleikarnir verða í Reykholti 11. desember. Golli

Kór­ar í Borg­ar­f­irði standa fyr­ir minn­ing­ar­tón­leik­um um Spari­sjóð Mýra­sýslu í Reyk­holti 11. des­em­ber. Spari­sjóður­inn hef­ur ár­lega styrkt tón­leika í Reyk­holti á aðvent­unni, en hann varð gjaldþrota fyrr á þessu ári.

Spari­sjóður­inn styrkti tón­leik­ana og sá um að greiða fyr­ir kaffi og meðlæti. Að þessu sinni sjá kór­fé­lag­ar um að baka meðlæti og hafa til kaffi. Á tón­leik­un­um verða m.a. sungn­ir sálm­ar, þó ekki jarðarfar­arsálm­ar.

Á tón­leik­un­um syngja Söng­bræður, Kvennakór­inn Freyj­urn­ar, Sam­kór Mýra­manna, Kór eldri borg­ara og kirkju­kór­ar frá Borg­ar­nesi og Reyk­holti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert