Hálka vegna snjókomu

Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Myndin er úr …
Hálkublettir eru á Hellisheiði og í Þrengslum. Myndin er úr myndasafni. Rax / Ragnar Axelsson

Vegfarendur þurfa að vafa fara á sér í dag því að hálka er víða á vegum vegna snjókomu í nótt. Það snjóar nokkuð víða á Reykjanesi og þar er snjóþekja. Hálkublettir og éljagangur er á Hellisheiði og í Þrengslum og allvíða á Suðurlandi.

Á Vesturlandi eru hálka, snjóþekja og snjókoma. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að verið sé að moka helstu leiðir á Snæfellsnesi en þar er frekar þungfært.
Þæfingsfærð og éljagangur er um Laxárdalsheiði.  Þungfært er um Uxahryggi.

Á Vestfjörðum er  hálka, snjóþekja, og éljagangur á alfaraleiðum. Mokstur stendur yfir. Á Norðurlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur. Lágheiði er ófær.

Á Austurlandi er hálka, snjóþekja og éljagangur. Ófært er yfir Öxi. Í tilkynningu Vegagerðarinnar er fólk beðið um að hafa vara á sér gagnvart hreindýrum sem kunna að vera á vegum austanlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert