Þjónustu- og afgreiðslusvið Sjúkratrygginga Íslands, Hjálpartækjamiðstöðin, mun flytja um set í febrúar nk. í nýtt húsnæði að Vínlandsleið 16 í Reykjavík. Sjúkratryggingar urðu til á síðasta ári þegar Tryggingastofnun ríkisins var skipt upp í tvær stofnanir. Sjúkratryggingar eru staðsettar í húsi TR við Laugaveg.
Starfsemi Hjálpartækjamiðstöðvarinnar, sem er stærsta deild sviðsins, sér um afgreiðslu og ráðgjöf varðandi hjálpartæki og hefur starfsemin aukist verulega síðustu 20 ár. Með nýju húsnæði mun aðstaða batna mikið til hagsbóta fyrir viðskiptavini og starfsfólk.
Á 20 ára tímabili hefur starfsemi Hjálpartækjamiðstöðvar aukist verulega en starfsemi hennar felst aðallega í að annast afgreiðslu umsókna um hjálpartæki, veita faglega ráðgjöf á hjálpartækjum og sinna viðgerðarþjónustu. Sviðið stuðlar að hagkvæmni í ríkisrekstri því það sér um að endurnýta hjálpartæki með viðhaldi og viðgerðarþjónustu á þeim. Það leggur einnig áherslu á að miðla upplýsingum og sjá um fræðslu varðandi hjálpartæki.