Kauphöllin leysir ekki vandann

Vilhjálmur Bjarnason gagnrýnir hugmyndir Margétar Guðmundsdóttir um að setja fyrirtæki …
Vilhjálmur Bjarnason gagnrýnir hugmyndir Margétar Guðmundsdóttir um að setja fyrirtæki í eigu bankanna strax á markað. Brynjar Gauti

Vilhjálmur Bjarnason lektor við Háskóla Íslands segir í viðtali við RÚV að fyrirtæki í eigu bankanna séu ekki í stakk búin til að vera skráð á hlutabréfamarkað. Grunnskilyrði fyrir því að skrá fyrirtæki á markað sé að það hafi verið rekstrarhæft í þrjú ár, sem eigi ekki við um umrædd fyrirtæki.

Margrét Guðmundsdóttir, stjórnarformaður félags íslenskra stórkaupmanna, hefur sat Kauphöllina vera besta vettvanginn til að skapa traust um sölu fyrirtækjanna sem bankarnir hafa leyst til sín.

RÚV hefur eftir Vilhjálmi að Margrét þekki vel hvernig setja eigi ill rekstrarhæf fyrirtæki á markað, en hún var áður stjórnarmaður í SPRON sem eins og kunnugt er hrapaði í verði eftir að það var skráð á markað. „Menn verða að gera sér grein fyrir því að engin vandamál verða leyst með því einu að fleygja þeim inn í Kauphöll," segir Vilhjálmur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert