Jólaljósin tendruð á Óslóartrénu í dag

Óslóartréð stendur nú uppsett á Austurvelli og allt til reiðu …
Óslóartréð stendur nú uppsett á Austurvelli og allt til reiðu að tendra ljósin. Ómar Óskarsson

Klukkan fjögur í dag verður kveikt á jólaljósum Óslóartrésins á Austurvelli. Fyrir utan jólaljósin mun Ketkrókur, jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra 2009, prýða tréð. Ketkrókur er fjórði óróinn í jólasveinaseríu styrktarfélagsins en fyrri óróar félagsins hafa prýtt tréð síðustu ár.

Vöruhönnuðurinn Hrafnkell Birgisson og rithöfundurinn Gerður Kristný lögðu Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra lið í ár við hönnun jólaóróans, Ketkróks. Hrafnkell hannaði óróann en Gerður Kristný orti kvæði sem fylgir óróanum. Gerður Kristný mun frumflytja þetta kvæði á Austurvelli og mun Hrafnkell á sama tíma krækja hangilæri upp úr potti og skera með óróanum.

Óróinn er til í takmörkuðu upplagi og verður seldur dagana 5. til 19. desember í gjafavöruverslunum víða um land. Allur ágóði rennur til æfingastöðvar Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert