45 hafa skilað uppgjörum vegna prófkjara

Frá prófkjöri.
Frá prófkjöri.

Alls hafa nú 45 frambjóðendur í prófkjörum fyrir þingkosningarnar í apríl skilað uppgjörum um kostnað. Af þeim varði Illugi Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, hæstri upphæð, rúmlega 4,4 milljónum króna, og Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tæplega 4,3 milljónum króna.

Þá hefur 251 frambjóðandi skilað yfirlýsingu um að kostnaður hafi verið innan við 300 þúsund krónur. Enn á 21 frambjóðandi eftir að skila upplýsingum til Ríkisendurskoðunar. Eini þingmaðurinn í þeim hópi er Árni Johnsen.

Samkvæmt lögum um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda ber frambjóðendum í persónukjöri að skila Ríkisendurskoðun árituðum reikningum eigi síðar en sex mánuðum frá því að kosning fór fram. 

Samkvæmt útdrætti úr uppgjörum frambjóðenda, sem Ríkisendurskoðun birti í dag, vörðu frambjóðendur Sjálfstæðisflokks hæstu upphæðunum. Auk þingmannanna tveggja, sem áður eru nefndir, varði Jón Gunnarsson  rúmum 2,9 milljónum króna, Bjarni Benediktsson tæpum 2,3 milljónum, Ólöf Nordal  2,2 milljónum og Unnur Brá Konráðsdóttir tæpum 2 milljónum en aðrir minna.

Útdráttur úr uppgjörum frambjóðenda í prófkjöri Framsóknarflokksins

Útdráttur úr uppgjörum frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar

Útdráttur úr uppgjörum frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert