Eldsneyti einkabíls hækkar um 60 þúsund krónur á ári

Bensínkostnaðurinn fer vaxandi.
Bensínkostnaðurinn fer vaxandi. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Hærri skattar á eldsneyti sem til stendur að leggja á nú um áramótin þýða að rekstur einkabílsins kostar fjölskylduna 60 þúsund krónum meira en fyrir ári.

Sé tekið tillit til tekjuskatta þarf hver fjölskylda að afla 100 þúsund krónum meira í ráðstöfunartekjur til að geta haldið sínu striki hvað varðar bílnotkun, sem mörgum er ómissandi.

Auknar álögur á bíla og eldsneyti sem að óbreyttu koma til framkvæmda um áramótin eru margþætt breyta. Bifreiðagjöld eiga að hækka um 10%, bensín- og olíugjöld um 5% og kolefnisskattur verður tæpar þrjár krónur.

Virðisaukaskattur í hæsta þrepi fer upp í 25% og að þessu samanlögðu hækkar verð hvers lítra um átta krónur sem eykur útgjöld hvers bíleiganda um allt að 18 þúsund á ári, að mati Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Í heild eru áhrifin af hærra eldsneytisverði þau, að mati FÍB, að öll viðmið í vísitölum hækka sem aftur hækkar lánabyrði og eykur verðbólgu. Þetta gerist á sama tíma og framlög til vegagerðar eru skorin niður en eldsneytis- og bifreiðagjöld hafa gjarnan staðið undir framkvæmdum á sviði samgöngumála.

Sjá nánari umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert