Bílatryggingar bæta ekki tjón vegna snjóflóðs

Frá Súðavíkurhlíð.
Frá Súðavíkurhlíð. mynd/Halldór

Karlmaður sem lærleggsbrotnaði í Hnífsdal árið 2006 er snjóflóð féll á bifreið og þrýsti henni til hliðar þannig að maðurinn klemmdist á milli tveggja bifreiða fær ekki bætur frá tryggingafélagi bifreiðarinnar né eiganda bifreiðarinnar þar sem slysið varð ekki vegna notkunar vélknúins ökutækis.

Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Maðurinn krafðist þess að fá 9.098.625 krónur í bætur auk dráttarvaxta.

Maðurinn varð fyrir slysinu þann 5. apríl 2006 þegar hann var í útkalli með Björgunarfélagi Ísafjarðar vegna snjóflóða sem höfðu fallið í Súðarvíkurhlíð.  Voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til að aðstoða fólk í tveimur bílum, sem sátu fastir á Súðavíkurhlíðinni milli snjóflóða. 

Björgunar­sveitamenn fóru á tveimur bílum á staðinn. Þegar þeir voru að störfum í hlíðinni féll snjóflóð á annan bílinn og kastaði honum á manninn sem lærbrotnaði.  Samkvæmt örorkumati er maðurinn metinn með 15% varanlega örorku en hann var frá vinnu frá  frá 5. apríl til 15. október 2006.

Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að umrætt slys varð þegar snjóflóð féll á kyrrstæðan bíl, sem færðist til hliðar og lenti á manninum. Dómurinn segir, að slysið hafi ekki orðið vegna notkunar bílsins verði á engan hátt rakið til hættu­eiginleika vélknúinna ökutækja sem liggja til grundvallar hinni hlutlægu ábyrgðar­reglu umferðarlaga. Því var tryggingafélagið sýknað af kröfu mannsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert