Skipulagsráð Reykjavíkur hefur samþykkt breytingu vegna Nauthólsvíkur, þ.e. svæðis C, stríðsminjasafns. Í henni felst breyting á lóðarmörkum og er þetta gert að beiðni framkvæmda- og eignasviðs borgarinnar.
Engin áform eru uppi um það, a.m.k. á þessari stundu, að reisa stríðsminjasafn í Nauthólsvík, að sögn Ágústs Jónssonar, skrifstofustjóra framkvæmda- og eignasviðs.
Deiluskipulagið, sem nú er verið að samþykkja, nær til gamals bragga frá stríðsárunum, sem vafalaust telst til óhrjálegustu bygginga í borginni nú um stundir. Í honum er arinn sem Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, á að hafa hallað sér upp að þegar hann kom hingað á stríðsárunum.
Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.