Engin heildarstefna um fyrirtæki í skuldavanda

Félag íslenskra stórkaupmanna lýsir í ályktun yfir verulegum áhyggjum af þeirri óvissu sem ríkir um meðferð banka á fyrirtækjum í skuldavanda. Segir félagið, að verklag um úrlausn fyrirtækja í vanda virðist vera mjög mismunandi og engin heildarstefna hafi verið sett um þessi mál, sem þó sé mikilvægt í ljósi þess að um afleiðingar kerfishruns sé að ræða.

Þá sé mjög mismunandi hvernig staðið hafi  verið að sölu á eignarhlutum í fyrirtækjum sem bankar eða eignarhaldsfélög í þeirra eigu hafa eignast. 

„Söluferli á vegum banka, eignarhaldsfélaga eða skiptastjóra þarf að vera opið og gagnsætt", segir Margrét Guðmundsdóttir, formaður FÍS, í tilkynningu. „Það er einnig mjög mikilvægt að atvinnufyrirtæki komist hratt í hendur á endanlegum eigendum. Það er óviðunandi staða á samkeppnismörkuðum þegar einn eða jafnvel fleiri aðilar eru í meirihlutaeigu banka eða eignarhaldsfélaga þeirra."

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert