Fréttaskýring: Er persónukjörið að falla á tíma í þinginu?

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Heiðar

Fyrstu umræðu um frum­varp um kosn­ing­ar til sveit­ar­stjórna, per­sónu­kjör, lauk á Alþingi 3. nóv­em­ber sl. Í fram­hald­inu var mál­inu vísað til alls­herj­ar­nefnd­ar.

Að sögn Stein­unn­ar Val­dís­ar Óskars­dótt­ur, for­manns nefnd­ar­inn­ar, reikn­ar hún með því að málið verði rætt á fundi henn­ar á morg­un, þriðju­dag. All­ar um­sagn­ir liggja fyr­ir og nú stend­ur fyr­ir dyr­um að kalla gesti fyr­ir nefnd­ina.

Að sögn Stein­unn­ar Val­dís­ar ligg­ur ljóst fyr­ir að samþykkja þarf frum­varpið á haustþing­inu, ef viðhafa á per­sónu­kjör við sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar 29. maí á næsta ári. Hún seg­ist ekki geta svarað fyr­ir um það hvort lík­legt sé að það tak­ist fyrr en eft­ir fund­inn í alls­herj­ar­nefnd á morg­un. „Ég er bjart­sýn mann­ek­sja að eðlis­fari og el enn von í brjósti um að tak­ist að klára málið á haustþing­inu.“ Hún úti­lok­ar ekki að frum­varpið taki breyt­ing­um í meðför­um nefnd­ar­inn­ar. Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tel­ur hins veg­ar eng­ar lík­ur á því að frum­varpið verði að lög­um fyr­ir jól. Málið sé óunnið í nefnd. „Auk þess er tak­markaður stuðning­ur við málið í því formi sem það er núna.“

Mikl­ar ann­ir eru á þing­inu fyr­ir jól, eins og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son fjár­málaráðherra benti á sl. fimmtu­dag. Fjár­lög, fjár­auka­lög og þrjú til fjög­ur skattafrum­vörp eru óaf­greidd, auk fleiri mála. Því er alls óvíst að tími verði til þess að af­greiða frum­varpið um per­sónu­kjör.

Ef per­sónu­kjör verður inn­leitt mun það þýða gjör­breyt­ingu á því hvernig fólk vel­ur full­trúa í sveit­ar­stjórn­ir. Fólk mun velja list­ana í kjör­klef­an­um með því að raða fólki á þá. Þrátt fyr­ir þetta hafa flokk­arn­ir haldið sínu striki varðandi próf­kjör til að velja fólk á lista. Nú síðast boðaði Lú­vík Geirs­son bæj­ar­stjóri að hann hygðist sækj­ast eft­ir 6. sæt­inu á lista Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í vor, sem flokk­ur­inn tel­ur bar­átt­u­sætið.

Skipt­ar skoðanir eru inn­an stjórn­ar­flokk­anna um frum­varpið. Jó­hanna Sig­urður­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur sagt að þetta verði for­gangs­mál á þingi enda virðist mest­ur stuðning­ur við það vera inn­an Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Í um­sögn stjórn­ar Vinstri grænna kem­ur fram að frum­varpið um per­sónu­kjör sé ófull­komið og þurfi mun betri um­fjöll­un áður en það sé til­búið til af­greiðslu.

„Okk­ur líst ekk­ert á þetta,“ seg­ir Hall­dór Hall­dórs­son, formaður Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga. „Það er alls staðar verið að fram­kvæma próf­kjör, og við erum eig­in­lega fall­in á tíma.“ Hann tel­ur að Alþingi eigi að prófa þetta fyr­ir­komu­lag fyrst á sjálfu sér.

Hall­dóri finnst frum­varpið ekki ganga nógu langt. Hann skrifaði leiðara í tíma­ritið Sveit­ar­stjórn­ar­mál, þar sem hann sagði m.a.:

„Ástæðan er sú að frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir því að kjós­andi fái ein­ung­is að raða fram­bjóðend­um á þeim lista sem hann kýs. Ekki er gert ráð fyr­ir því að kjós­andi fái að velja fram­bjóðend­ur af öðrum list­um. Það er í huga und­ir­ritaðs per­sónu­kjör.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert