Stjórn Ljósmæðrafélags Íslands mótmælir harðlega yfirvofandi skerðingu á fæðingarorlofi. Segir í ályktun stjórnar að fæðingarorlof hér á landi er nú þegar með því stysta sem þekkist á Norðurlöndum.
„Fjárhagsleg skerðing og stytting fæðingarorlofs kemur illa við barnafjölskyldur og frestun hluta fæðingarorlofs, eins og tillögur eru um, kemur ekki í stað samfellds fæðingarorlofs.
Fæðingarorlof hér á landi er nú þegar með því stysta sem þekkist á Norðurlöndum og samræmist engan veginn tilmælum heilbrigðisyfirvalda landsins um aðbúnað og brjóstagjöf ungbarna