Fækki ekki opinberum störfum á landsbyggðinni

Frá Stykkishólmi.
Frá Stykkishólmi. mbl.is

Bæj­ar­stjórn Stykk­is­hólms­bæj­ar skor­ar á  sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra að hafa sann­girni að leiðarljósi og gæta þess að op­in­ber­um störf­um verði ekki fækkað á lands­byggðinni. Í það minnsta að hlut­falls­leg fækk­un á op­in­ber­um störf­um á lands­byggðinni verði ekki um­fram fækk­un op­in­berra starfa á höfuðborg­ar­svæðinu í hlut­falli við íbúa­fjölda. Þetta kom fram á bæj­ar­stjórn­ar­fundi í síðustu viku.

Þar var í bók­un um málið rifjað upp að Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Norðvest­ur-kjör­dæm­is, hafi í fyr­ir­spurn­ar­tíma Alþing­is spurt  Kristján Möller, sam­göngu og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, hvort hann hefði í hyggju að færa starf­semi rann­sókn­ar­nefnd­ar sjó­slysa frá Stykk­is­hólmi í tengsl­um við boðaðar hug­mynd­ir um sam­ein­ingu rann­sókn­ar­nefnda og hvort til greina kæmi að höfuðstöðvar hinn­ar nýju stofn­unn­ar verði utan höfuðborg­ar­svæðis­ins.

„Í svari ráðherr­ans kem­ur fram að eðli­legt sé að höfuðstöðvar rann­sókna­nefnd­ar eft­ir sam­ein­ingu verði staðsett­ar á höfuðborg­ar­svæðinu þar sem flest slys­in eigi sér stað á suðvest­ur­hluta lands­ins. Rann­sókna­nefnd­ir um­ferða- og flug­slysa eru nú þegar í Reykja­vík og seg­ir ráðherr­ann í svari sínu að þrátt fyr­ir áhuga hans á að flytja störf út á land verði líka að gæta þess að á bak við þau er fag­fólk sem vinn­ur við þau. „Við ríf­um það ekki upp með rót­um og fær­um út á land,“ sagði ráðherr­ann.

Í árs­skýrslu rann­sókna­nefnd­ar sjó­slysa 2007 kem­ur fram að á ár­un­um 2000 til 2007 eiga 32% sjó­slysa sér stað á svæðinu Vest­manna­eyj­ar til Faxa­flóa. 68% slys­anna eiga sér stað ann­ars staðar, þar af 13% er­lend­is og 29% á Vest­ur­svæði og Vest­fjörðum.

Í árs­skýrslu flug­slysa­nefnd­ar 2007 kem­ur fram að á ár­inu 2007 voru 27 flug­slys rann­sökuð þar af áttu 12 sér stað á suðvest­ur horn­inu, 5 er­lend­is og 10 ann­ars staðar á land­inu. Skv. skýrslu rann­sókn­ar­nefnda um­ferðaslysa 2008 eiga 72% bana­slysa sér stað í dreif­býli og 28% í þétt­býli á ár­un­um 1998 til 2008. Á ár­inu 2008 áttu 8 bana­slys sér stað á suðvest­ur horn­inu og 4 ann­ars staðar á land­inu.

Af þess­um töl­um má sjá að það eru um­ferðaslys­in sem fyrst og fremst eiga sér stað á suðvest­ur horni lands­ins Í Stykk­is­hólmi er rann­sókn­ar­nefnd sjó­slysa og á bak við þau störf er fag­fólk. Í svari ráðherr­ans kem­ur fram að hann rífi ekki upp með rót­um það fag­fólk sem starf­andi er við um­ferða- og flug­slysa­nefnd í Reykja­vík. Það hlýt­ur að gilda það sama um það fag­fólk sem starfar við sjó­slysa­nefnd í Stykk­is­hólmi að það verði ekki rifið upp með rót­um og flutt til Reykja­vík­ur.

Rík­is­stjórn­in, og allra síst ráðherra sveit­ar­stjórn­ar­mála, get­ur ekki gert upp á milli fólks eft­ir bú­setu. Það ork­ar einnig tví­mæl­is að á veg­um ráðuneyta séu nefnd­ir er vinni að til­lög­um að flutn­ingi op­in­berra starfa út á land á sama tíma og ráðherra flyt­ur störf utan af landi til höfuðborg­ar­inn­ar,“ seg­ir m.a. í bók­un­inni. 

Á sama fundi lét bæj­ar­stjórn­in bóka þakk­ir sín­ar til Rögnu Árna­dótt­ur, dóms­málaráðherra, fyr­ir opna umræðu og sam­starf við sveit­ar­fé­lög varðandi hug­mynd­ir um breyt­ing­ar á skipu­lagi sýslu­manns- og lög­reglu­stjóra­embætta. „Slík vinnu­brögð eiga að vera öðrum ráðuneyt­um til fyr­ir­mynd­ar og eft­ir­breytni,“ seg­ir í bók­un fund­ar­ins.


Kristján Möller
Kristján Möller mbl.is
Ragna Árnadóttir
Ragna Árna­dótt­ir mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert