Fangelsi fyrir kannabisrækt

Kannabisplöntur.
Kannabisplöntur.

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt fimmtugan karlmann í mánaðar fangelsi fyrir ræktun á kannabisplöntum. Var maðurinn með 117 plöntur og 11 græðlinga í ræktun þegar lögreglan gerði innrás í húsnæði á hans vegum í Vogum í apríl á síðasta ári.

Maðurinn játaði sök. Hann hefur nokkrum sinnum hlotið dóma fyrir fíkniefnabrot, þar af tvívegis fimm mánaða fangelsisdóma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert