Fjáraukalög rædd á þinginu

Þingmenn á Alþingi.
Þingmenn á Alþingi. mbl.is/Heiðar

Annarri umræðu um Icesave-frumvarp fjármálaráðherra var frestað laust eftir klukkan 22 í kvöld og hófu þingmenn þá að ræða fjáraukalagafrumvarp fyrir yfirstandandi ár.

Enn eru 15 þingmenn á mælendaskrá um Icesave-frumvarpið. Umræðan um frumvarpið hefur staðið yfir í mestallan dag en hún hófst í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert