Fullveldishátíð Heimssýnar

Ásmundur Einar Daðason á aðalfundi Heimssýnar fyrr í mánuðinum.
Ásmundur Einar Daðason á aðalfundi Heimssýnar fyrr í mánuðinum. Kristinn Ingvarsson

Fullveldishátíð Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum, verður haldin í annað sinn á morgun, þriðjudaginn 1. desember, milli kl. 17-19 í Salnum, Kópavogi.

Ræðumenn verða Ásmundur Einar Daðason, formaður Heimssýnar og alþingismaður, Ragnheiður Elín Árnadóttir alþingismaður og Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Á hátíðinni mun Fífilbrekkuhópurinn koma fram og meðal annars frumflytja verkið Gunnarshólma eftir Atla Heimi Sveinsson.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert