Íslendingar geta börn í kreppu

Íslend­ing­ar bregðast öðru­vísi við kreppu en aðrar þjóðir að því leyti að hér fjölg­ar barns­fæðing­um en ann­ars staðar fækk­ar þeim í kreppu. Eng­in ein­hlít skýr­ing er á því, sagði Álf­heiður Inga­dótt­ir heil­brigðisráðherra á Alþingi í dag, en hún sagðist telja að þetta liggi í fæðing­ar­or­lofinu og því ör­yggi sem for­eldr­ar hafa inn­an þess kerf­is hér á landi. „Þetta er gott kerfi og það hef­ur verið stefnt að því að lengja það og bæta.“

Nú sagði hún hins veg­ar verið að dreifa byrðunum á næsta ári vegna mik­ils fjár­laga­halla, til að hlífa ör­yrkj­um, öldruðum og tekju­lág­um. Það væri rangt sem haldið væri fram að stytta eigi fæðing­ar­or­lof.

Mar­grét Tryggva­dótt­ir, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, spurði ráðherr­ann út í breyt­ing­arn­ar á kerf­inu og gerði grein fyr­ir já­kvæðum áhrif­um brjósta­gjaf­ar á hvít­voðunga. Sagði Mar­grét að með því að stytta fæðing­ar­or­lofið eða fresta töku þess um heil þrjú ár, væri verið að skerða rétt barna til að vera hjá mæðrum sín­um og drekka brjósta mjólk. Hefði það já­kvæð áhrif á gáf­ur, syk­ur­sýki, kó­lester­ól­magn í blóði og blóðþrýst­ing út alla æv­ina.

„Það eru uppi til­lög­ur um að bjóða upp á val hvort fólk tek­ur ní­unda mánuðinn eft­ir þrjú ár eða tek­ur níu mánuðina núna á skert­um bót­um," sagði Álf­heiður. ,,Ég tel það betra en að skikka fólk til ann­ars hvors."

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra.
Álf­heiður Inga­dótt­ir heil­brigðisráðherra. mbl.is/​Sig­urður Bogi
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert