Hafrannsóknastofnun hefur birt skýrslu um áhrif dragnótaveiða á lífríki hafsbotnsins í innanverðum Skagafirði.
Niðurstöður rannsóknar stofnunarinnar leiddu ekki í ljós marktæk áhrif dragnótaveiða sem fram hafa farið í Skagafirði s.l. 8 ár, á lífríki botnsins. Samsetning og þéttleiki botndýralífs á friðaða svæðinu og á veiðislóð reyndist svipaður.
Heldur fleiri dýrategundir fundust á friðaða svæðinu en sá munur var ekki talinn marktækur.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.