Margir þurfa á aðstoð að halda um jólin

Hjálparstarf kirkjunnar, Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur og Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands búa sig undir að taka á móti miklum fjölda umsókna um jólaaðstoð en sameiginleg skráning umsækjenda fer fram hjá MSN og Hk.

Til að tryggja sem best jafnræði umsækjenda nýta mæðrastyrksnefndir og Rauða kross-deildir í Hafnarfirði og Kópavogi miðlæga skráningu með Hk, MSN og RRKÍ þannig að fólk sækir aðeins um hjá einum aðila en getur fengið afgreitt hjá þeim aðila sem það óskar. Þörf fyrir aðstoð hefur vaxið gríðarlega og má gera ráð fyrir að umsækjendur muni skipta þúsundum, að því er fram kemur í tilkynningu.

Tekið er við umsóknum hjá:

Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur, Hátúni 12, 105 Reykjavík:
Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 1., 2. og 3. des. og 8., 9. og 10. des.
kl. 11-14.

Hjálparstarf kirkjunnar, Háaleitisbraut 66, 103 Reykjavík:
Þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga 1., 2. og 3. des. og 8., 9. og 10. des.
kl. 11-12 og kl. 14-16.

Hjá prestum og félagsráðgjöfum um allt land.

Síðasti umsóknardagur er 10. desember.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert