Jónas Þór Guðmundsson lögmaður var rétt í þessu kjörinn nýr varamaður í Landsdómi. Hann var sjálfkjörinn í embættið, þar sem ekki voru fleiri tilnefndir en hann. Hann tekur sæti Unnar Brár Konráðsdóttur sem hefur tekið sæti á Alþingi síðan hún var skipuð í dóminn.
Landsdómur er dómstóll sem 14. grein stjórnarskrárinnar kveður á um. Hann starfar eftir lögum nr. 3/1963 um ráðherraábyrgð og er skipaður 15 dómendum. Hann hefur aldrei komið saman, þrátt fyrir að hafa verið til í rúma öld.