Gunnar Sigurðsson, einn þeirra sem hefur skipulagt opna borgarafundi hér á landi, hefur sent annað bréf til Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, þar sem hann fer yfir stöðu mála á Íslandi, aðkomu AGS og Icesave. Eins og áður hefur verið greint frá þá bauð Gunnar Strauss-Kahn á borgarafund.
Framkvæmdastjórinn afþakkaði fundarboðið í bréfi sem hann birti á vef AGS þar sem fram kom að AGS hafi ekki sett lausn Icesave sem skilyrði fyrir útgreiðslu láns til Íslands. Hins vegar hafi Norðurlöndin sett það sem skilyrði að Íslendingar leystu Icesave-deiluna áður en þau samþykktu að veita Íslendingum lán.