Tæplega 16 þúsund án atvinnu

Reuters

Alls eru 15.898 skráðir á at­vinnu­leys­is­skrá hjá Vinnu­mála­stofn­un. Þar af eru 9.254 karl­ar og 6.644 kon­ur. Kem­ur fram á vef Vinnu­mála­stofn­un­ar að ákveðinn fyr­ir­vara verði að hafa við mat á at­vinnu­leysi út frá þess­um fjölda­töl­um, meðal ann­ars vegna þess að um 20% eru í hluta­störf­um á móti bót­um.

Á höfuðborg­ar­svæðinu eru 10.956 ein­stak­ling­ar á at­vinnu­leys­is­skrá.

KNH seg­ir upp 60 starfs­mönn­um

Verk­taka­fyr­ir­tækið KNH á Ísaf­irði hef­ur ákveðið að segja upp 60 af 84 starfs­mönn­um nú um mánaðamót­in. KNH sendi starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins bréf í síðustu viku þar sem farið er yfir þá stöðu sem KNH stend­ur frammi fyr­ir. Ástæða upp­sagn­anna er sögð end­ur­skipu­lagn­ing á fyr­ir­tæk­inu vegna nýtil­kom­inna stjórn­valdsaðgerða í formi auk­inn­ar skatt­pín­ing­ar og álög­ur á fyr­ir­tæki ásamt al­gjöru verk­efna­frosti. En KNH er stærsta fyr­ir­tækið á Vest­fjörðum í vega- og jarðvegs­fram­kvæmd­um og bygg­ir starf­semi sína nán­ast al­farið á þess kon­ar fram­kvæmd­um, að því er seg­ir í frétt á vef Bæj­ar­ins besta.

Skráð at­vinnu­leysi í októ­ber 2009 var 7,6% eða að meðaltali 12.682 manns og jókst at­vinnu­leysi um 4,4% frá sept­em­ber. Á sama tíma á ár­inu 2008 var at­vinnu­leysi 1,9%, eða 3.106 manns at­vinnu­laus­ir að jafnaði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert