Tæplega 16 þúsund án atvinnu

Reuters

Alls eru 15.898 skráðir á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun. Þar af eru 9.254 karlar og 6.644 konur. Kemur fram á vef Vinnumálastofnunar að ákveðinn fyrirvara verði að hafa við mat á atvinnuleysi út frá þessum fjöldatölum, meðal annars vegna þess að um 20% eru í hlutastörfum á móti bótum.

Á höfuðborgarsvæðinu eru 10.956 einstaklingar á atvinnuleysisskrá.

KNH segir upp 60 starfsmönnum

Verktakafyrirtækið KNH á Ísafirði hefur ákveðið að segja upp 60 af 84 starfsmönnum nú um mánaðamótin. KNH sendi starfsmönnum fyrirtækisins bréf í síðustu viku þar sem farið er yfir þá stöðu sem KNH stendur frammi fyrir. Ástæða uppsagnanna er sögð endurskipulagning á fyrirtækinu vegna nýtilkominna stjórnvaldsaðgerða í formi aukinnar skattpíningar og álögur á fyrirtæki ásamt algjöru verkefnafrosti. En KNH er stærsta fyrirtækið á Vestfjörðum í vega- og jarðvegsframkvæmdum og byggir starfsemi sína nánast alfarið á þess konar framkvæmdum, að því er segir í frétt á vef Bæjarins besta.

Skráð atvinnuleysi í október 2009 var 7,6% eða að meðaltali 12.682 manns og jókst atvinnuleysi um 4,4% frá september. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,9%, eða 3.106 manns atvinnulausir að jafnaði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert