Uppsagnir hjá Ölgerðinni

Úr verksmiðju Ölgerðarinnar.
Úr verksmiðju Ölgerðarinnar. mbl.is/RAX

Ölgerðin Eg­ill Skalla­gríms­son hef­ur sagt upp rúm­lega 30 starfs­mönn­um frá og með þeim mánaðamót­um sem nú ganga í garð. Til að minnka þörf á frek­ari upp­sögn­um eru þeir starfs­menn sem eru með hærri laun en 350 þúsund á mánuði beðnir um að af­sala sér 3,5% hækk­un sem standi til skv. kjara­samn­ing­um.

Hluti starfs­manna verður beðinn um að samþykkja minna starfs­hlut­fall og fleiri leiða verður leitað til að mæta þess­um þreng­ing­um á markaði. Um 276 manns störfuðu hjá Ölgerðinni fyr­ir þess­ar upp­sagn­ir, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

„Ölgerðin hef­ur sagt upp rúm­lega 30 starfs­mönn­um frá og með þeim mánaðamót­um sem nú ganga í garð.  Auk al­mennra efna­hagsþreng­inga tak­ast ís­lensk iðnfyr­ir­tæki nú á við aukn­ar skatta­álög­ur sem þýða veru­leg­an sam­drátt á markaði. Þar að auki glíma mörg þeirra nú jafn­framt við hærri vöru­gjöld og virðis­auka­skatt. Þegar ít­rekað er höggvið í sama knérunn get­ur Ölgerðin  því miður ekki um­flúið breyt­ing­ar til að mæta þeirri stöðu og neyðist til að segja upp mörgu góðu starfs­fólki, sumu hverju með ára­tuga starfs­ald­ur hjá fyr­ir­tæk­inu.

Síðasta rekstr­ar­ár, frá mars 2008 til mars 2009, var það besta í sögu Ölgerðar­inn­ar. Upp­sagn­irn­ar nú eru því hvorki af­leiðing af rekstr­ar­vanda eða fjár­fest­ing­um í fortíðinni. Fyr­ir­tækið flutti ný­lega alla starf­semi sína í nýtt hús­næði að Grjót­hálsi.  Starf­sem­in var áður á 8 stöðum í Reykja­vík ým­ist í eigu fyr­ir­tæk­is­ins eða leigu­hús­næði.  Nýja hús­næðið mun skila hagræðingu þegar á næsta ári,“ seg­ir í til­kynn­ingu.  

„Í þessu efna­hags­um­hverfi verða öll fyr­ir­tæki að sýna aðhald í rekstri og við kvört­um ekki und­an því að axla byrðar eins og aðrir. Starfs­fólk Ölgerðar­inn­ar hef­ur unnið gríðarlega góða vinnu og rekstr­ar­ár­ang­ur­inn verið góður.  En það eru kald­ar kveðjur til þess­ara starfs­manna þegar stjórn­mála­menn grípa ít­rekað til aðgerða sem gera rekstr­ar­for­send­ur ís­lenskra fram­leiðslu­fyr­ir­tækja verri. Þegar sam­an fara skatta­hækk­an­ir, hærri vöru­gjöld og hærri virðis­auka­skatt­ur þá dregst okk­ar markaður veru­lega sam­an og upp­sagn­ir verða því miður óhjá­kvæmi­leg­ar. Þar að auki er hróp­legt ósam­ræmi í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem end­ur­spegl­ast til dæm­is í því að menn kjósa að kalla kókó­mjólk og kókópöffs und­ir­stöðumat­væli, en hrein­an ávaxta­safa og kol­sýrt vatn sæt­indi. Á slík­um for­send­um mis­muna þeir iðngrein­um og þannig er sam­keppn­is­staða á markaði skekkt af hrein­um geðþótta.   Fyr­ir það munu marg­ir okk­ar starfs­menn þurfa að gjalda, því miður,“ seg­ir Andri Þór Guðmunds­son, for­stjóri Ölgerðar­inn­ar í frétta­til­kynn­ingu.


Andri Þór Guðmundsson (t.h.), forstjóri Ölgerðarinnar, segir það vera kaldar …
Andri Þór Guðmunds­son (t.h.), for­stjóri Ölgerðar­inn­ar, seg­ir það vera kald­ar kveðjur til starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins þegar stjórn­mála­menn grípi ít­rekað til aðgerða sem geri rekstr­ar­for­send­ur ís­lenskra fram­leiðslu­fyr­ir­tækja verri. mbl.is/​Frikki
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert