Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka

Ásmundur Einar Daðason var kjörinn formaður Heimssýnar nýlega.
Ásmundur Einar Daðason var kjörinn formaður Heimssýnar nýlega.

Á stjórn­ar­fundi Heims­sýn­ar, hreyf­ing­ar sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um, var samþykkt álykt­un þar sem skorað er á rík­is­stjórn­ina að draga um­sókn um aðild Ísland að Evr­ópu­sam­band­inu til baka.

Í álykt­un­inni seg­ir, að ljóst sé að um­tals­verður meiri­hluti þjóðar­inn­ar sé and­víg­ur inn­göngu í ESB og vafa­samt sé að meiri­hluti sé fyr­ir aðild á Alþingi. Þá sé samn­ings­staða Íslands  af­leit og bent hafi verið á að um­sókn nú við ríkj­andi aðstæður sé skaðleg hags­mun­um Íslands.

Ekki var haft sam­ráð við þjóðina um hvort sækja ætti um aðild að ESB. Heims­sýn harm­ar að sá mögu­leiki að spyrja hana álits skuli ekki hafa verið nýtt­ur og minn­ir á að það ferli sem nú er hafið er aðlög­un­ar­ferli með það að mark­miði að aðlaga ís­lenskt þjóðfé­lag enn frek­ar að regl­um og stöðlum Evr­ópu­sam­bands­ins. Rangt er að aðeins sé um ein­fald­ar og hefðbundn­ar samn­ingaviðræður að ræða og gerð krafa um að þeim verði taf­ar­laust slitið," seg­ir í álykt­un­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert