Vilja ekki að Rúv verðlauni fordóma

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Svavar Knút­ur  Krist­ins­son, tón­list­armaður og talsmaður hóps­ins „Rúv rækti anda jól­anna og sýni tón­leika kórs með kær­leika að leiðarljósi” seg­ir yf­ir­lýs­ingu Fíla­delfíu­kirkj­unn­ar vegna máls­ins í besta falli ófull­nægj­andi og í versta falli lýs­andi „fyr­ir þá hræsni sem rík­ir inn­an hvíta­sunnusafnaða lands­ins gagn­vart sam­kyn­hneigðum”.

Svavar vís­ar í um­mæli Varðar Leví Trausta­son­ar, prests Fíla­delfíu  og bend­ir á að þótt hann segi homma og lesb­í­ur vel­kom­in í kirkj­una minn­ist hann ekk­ert á „þá dóma sem yfir þeim eru felld­ir inn­an kirkj­unn­ar”. Sam­kyn­hneigðir séu í reynd vel­komn­ir í hvíta­sunnu­kirkj­ur svo hægt sé að „snúa þeim til betri veg­ar” og „lækna þau af kyn­vill­unni.”

„Þetta eru staðreynd­ir máls­ins og hvort sam­kyn­hneigðir megi vera með í söfnuðinum hef­ur ekk­ert að gera með það hvort sam­kyn­hneigðir megi syngja með kórn­um,” seg­ir Svavar Knút­ur í til­kynn­ingu fyr­ir hönd Face­book hóps­ins. Burt­séð frá því sé það hins­veg­ar það ekki tak­mark hóps­ins að gera lítið úr eða rægja hvíta­sunnu­söfnuði lands­ins, held­ur að hvetja Rík­is­út­varpið til að velja meira viðeig­andi sjón­varps­efni á hátíð ljóss, friðar og ná­ungakær­leika.   

Face­book hóp­ur­inn „Rúv rækti anda jól­anna og sýni tón­leika kórs með kær­leika að leiðarljósi“.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert