Vilja ekki að Rúv verðlauni fordóma

Hvítasunnukirkjan Fíladelfía
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Svavar Knútur  Kristinsson, tónlistarmaður og talsmaður hópsins „Rúv rækti anda jólanna og sýni tónleika kórs með kærleika að leiðarljósi” segir yfirlýsingu Fíladelfíukirkjunnar vegna málsins í besta falli ófullnægjandi og í versta falli lýsandi „fyrir þá hræsni sem ríkir innan hvítasunnusafnaða landsins gagnvart samkynhneigðum”.

Svavar vísar í ummæli Varðar Leví Traustasonar, prests Fíladelfíu  og bendir á að þótt hann segi homma og lesbíur velkomin í kirkjuna minnist hann ekkert á „þá dóma sem yfir þeim eru felldir innan kirkjunnar”. Samkynhneigðir séu í reynd velkomnir í hvítasunnukirkjur svo hægt sé að „snúa þeim til betri vegar” og „lækna þau af kynvillunni.”

„Þetta eru staðreyndir málsins og hvort samkynhneigðir megi vera með í söfnuðinum hefur ekkert að gera með það hvort samkynhneigðir megi syngja með kórnum,” segir Svavar Knútur í tilkynningu fyrir hönd Facebook hópsins. Burtséð frá því sé það hinsvegar það ekki takmark hópsins að gera lítið úr eða rægja hvítasunnusöfnuði landsins, heldur að hvetja Ríkisútvarpið til að velja meira viðeigandi sjónvarpsefni á hátíð ljóss, friðar og náungakærleika.   

Facebook hópurinn „Rúv rækti anda jólanna og sýni tónleika kórs með kærleika að leiðarljósi“.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert