Bankaleynd ekki breytt á þessu ári

Frumvarp til breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nánar tiltekið um breytingar á ákvæðum um bankaleynd, mun ekki koma fram á Alþingi fyrr en eftir áramót.

Þetta segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra í samtali við Morgunblaðið. Tilkynnt var í lok septembermánaðar að fara ætti í breytingar á þessum lagaákvæðum, ekki síst 58. grein laga um fjármálafyrirtæki.

Gylfi segir vinnu við frumvarpið langt komna, rétt eins og hann sagði frá fyrir tveimur mánuðum, en aðspurður segir hann þó ekki tímabært að greina frá efni frumvarpsins að svo stöddu. Verið sé að skoða breytingar á bankaleyndinni og á upplýsingaskyldu bankanna um rekstur þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert