Bótakröfu vegna alvarlegs slyss hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur.

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað rúmlega 44 milljóna króna bótakröfu stúlku, sem lenti í umferðarslysi fyrir sjö árum þegar hún var 13 ára. Stúlkan er 100% öryrki eftir slysið.

Stúlkan varð árið 2002 fyrir bíl á Vesturlandsvegi þar sem hann liggur í gegnum Mosfellsbæ. Fram kemur í dómnum, að stúlkan lá lengi sjúkrahúsi í kjölfar slyssins, fyrst í um það bil fjórar vikur á gjörgæsludeild, síðan í um fjóra mánuði á barnadeild Landspítala í Fossvogi, níu mánuði á Grensásdeild og endurhæfingu á Reykjalundi í tæpan mánuð.

Stúlkan höfðaði bótamál gegn ökumanni bílsins og VÍS, vátryggingarfélagi hans.  Héraðsdómur hafnaði í dag bótakröfunum og segir óumdeilt að VÍS hafi greitt stúlkunni fullar bætur miðað við lágmarkstekjuviðmið skaðabótalaga að frádregnum greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Fram kemur að stúlkan fékk greiddar samtals rúmar 29 milljónir króna í bætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert