Catalina áfrýjar dómnum

Héraðsdómur Reykjaness.
Héraðsdómur Reykjaness. mbl.is/ÞÖK

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 31 árs gamla konu, Catalinu Mikue Ncogo, í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Dómurinn sýknaði hana af ákæru um mansal. Að sögn lögmanns Catalínu mun hún áfrýja dómnum til Hæstaréttar.

Í dómnum kemur fram að Catalina hafi staðið innflutningi á um fjögur hundruð grömmum af kókaíni til landsins sem aðrir voru fengnir til að flytja til landsins auk þess að halda úti vændisstarfsem.

Konan var handtekin í apríl vegna fíkniefnamálsins. Hún sat í gæsluvarðhaldi í viku en hefur sætt farbanni síðan. Catalina er íslenskur ríkisborgari af erlendum uppruna og hefur lítil tengsl við landið. Fjölskylda hennar býr erlendis og unnusti hennar situr í gæsluvarðhaldi í Amsterdam, grunaður um fíkniefnasmygl.

Konan var einnig dæmd fyrir milligöngu á vændi en nokkrar konur báru að þær hefðu starfað við vændi á vegum hennarog að hún hafi fengið hluta þóknunar þeirra. 

Karlmaður var dæmdur í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að aðstoða konuna við vændisstarfsemina. 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert